Vortónleikar Selkórsins verða haldnir á morgun, sunnudaginn 4. maí, klukkan 17 í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskrá eru sögð verða fjölbreytt lög sem tengjast vorkomunni, íslenskar perlur eins og „Vor í Vaglaskógi“, „Við gengum…

Vortónleikar Selkórsins verða haldnir á morgun, sunnudaginn 4. maí, klukkan 17 í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskrá eru sögð verða fjölbreytt lög sem tengjast vorkomunni, íslenskar perlur eins og „Vor í Vaglaskógi“, „Við gengum tvö“ og „Líttu sérhvert sólarlag“, en einnig fjörug lög sem tengjast gleðinni. Stjórnandi Selkórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir og með kórnum koma fram Vignir Þór Stefánsson á píanó og Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar. Miðar verða seldir við innganginn.