„Ég eiginlega skil hann ekki. Þetta er náttúrlega þannig að við kaupum bara þrotabúið með nafni og öllu. Þar af leiðandi hlýtur nafnið að fylgja með,“ segir Þór Pálsson skólastjóri Rafmenntar við mbl.is. Greint var frá því á visir.is að Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, myndi ekki hika við að lögsækja Rafmennt notaði skólinn nafn Kvikmyndaskólans eða námskrá hans þar sem um hugarsmíð Böðvars væri að ræða.
Rafmennt tók við rekstri Kvikmyndaskólans eftir að skólinn varð gjaldþrota. Nemendur skólans hófu nám að nýju í höfuðstöðvum Rafmenntar síðasta mánudag.