Umsækjandi Björn Leví vill embætti skrifstofustjóra í innviðaráðuneyti.
Umsækjandi Björn Leví vill embætti skrifstofustjóra í innviðaráðuneyti. — Morgunblaðið/Eggert
Fjórtán umsóknir eru um embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga hjá innviðaráðuneytinu. Alls bárust 15 umsóknir, en einn dró umsókn sína til baka. Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður er meðal umsækjenda

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Fjórtán umsóknir eru um embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga hjá innviðaráðuneytinu. Alls bárust 15 umsóknir, en einn dró umsókn sína til baka. Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður er meðal umsækjenda. Ekki segir ráðuneytið ljóst hvenær skipað verður í embættið.

Umsækjendur voru þessir:

Angantýr Einarsson skrifstofustjóri, Auður Finnbogadóttir viðskiptafræðingur MBA, Ása Arnfríður Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur Kópavogsbæjar, Ásta Huld Hreinsdóttir skrifstofustjóri Heilsugæslunnar Efra-Breiðholti, Ásta Jónasdóttir deildarstjóri, Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður, Bryndís Matthíasdóttir skrifstofustjóri, Jóhann Kristjánsson fjármála- og mannauðsstjóri, Jón Óskar Pjetursson sérfræðingur, Ólöf Kristjánsdóttir rekstrarstjóri og staðgengill skrifstofustjóra, Reynir Jónsson sérfræðingur, Sigríður K. Kristbjörnsdóttir löggiltur endurskoðandi og verkefnisstjóri, Sigurborg Kristín Stefánsdóttir settur skrifstofustjóri og Sigurður Möller forstöðumaður fjármáladeildar Vegagerðarinnar.

Höf.: Ólafur E. Jóhannsson