Kampakátur Nigel Farage svarar spurningum blaðamanna í gær eftir að Umbótaflokkur hans vann þingsæti af Verkamannaflokknum.
Kampakátur Nigel Farage svarar spurningum blaðamanna í gær eftir að Umbótaflokkur hans vann þingsæti af Verkamannaflokknum. — AFP/Oli Scarff
Umbótaflokki Nigels Farage tókst að vinna þingsæti af Verkamannaflokknum í aukakosningum í Bretlandi í fyrradag auk ávinnings og fyrstu sigra í nokkrum sveitarstjórnarkosningum. Þetta er fyrsta tap Keirs Starmers forsætisráðherra í valdatíð hans

Umbótaflokki Nigels Farage tókst að vinna þingsæti af Verkamannaflokknum í aukakosningum í Bretlandi í fyrradag auk ávinnings og fyrstu sigra í nokkrum sveitarstjórnarkosningum.

Þetta er fyrsta tap Keirs Starmers forsætisráðherra í valdatíð hans. Úrslitin eru áfall fyrir báða stóru flokkana, Íhalds- og Verkamannaflokkinn.

„Þetta er vígi Verkamannaflokksins. Fylgi hans hefur hrunið og mikið af því kom til okkar,“ sagði Farage um úrslitin. „Þar með er búið að afgreiða þá söguskýringu fjölmiðla, sem snýst um að þetta sé viðureign okkar og Íhaldsflokksins. Svo er ekki. Þetta eru gjörbreytt stjórnmál.“

Umbótaflokkurinn vann sætið í Runcorn og Helsby með sex atkvæða mun og er nú með fimm sæti á þingi. Kjósa þurfti eftir að Mike Amesbury þingmaður Verkamannaflokksins var dæmdur fyrir að kýla mann á almannafæri. Einnig var kosið um 1.641 sæti sveitarstjórnarmanna í kosningum í 23 bæjar- og sveitarfélögum.