Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, sem fer með jafnréttismál, segir áhyggjuefni að Inga Sæland félagsmálaráðherra hafi ekki farið að jafnréttislögum við skipun í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofunar (HMS)
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, sem fer með jafnréttismál, segir áhyggjuefni að Inga Sæland félagsmálaráðherra hafi ekki farið að jafnréttislögum við skipun í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofunar (HMS).
„Við viljum auðvitað að það sé vel og faglega skipað í allar stjórnir ríkisins,“ segir ráðherra.
Er ekki áhyggjuefni þegar samráðherra þinn fer ekki að lögum?
„Jú, en sá ráðherra verður náttúrlega að svara fyrir það hvernig skipað var.“
Hún hefur nú ekki verið fús til þess …
„Neinei,“ sagði ráðherra og kvaddi glaðlega.