— Morgunblaðið/Karítas
Árlegri fjáröflun menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur var hleypt af stokkunum á Bessastöðum í gær, en Halla Tómasdóttir forseti Íslands er velunnari sjóðsins í ár. Sjóðurinn aflar fjár með sölu á svokölluðu „mæðrablómi“ sem er leyniskilaboðakerti sem Þórunn Árnadóttir hannaði

Árlegri fjáröflun menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur var hleypt af stokkunum á Bessastöðum í gær, en Halla Tómasdóttir forseti Íslands er velunnari sjóðsins í ár.

Sjóðurinn aflar fjár með sölu á svokölluðu „mæðrablómi“ sem er leyniskilaboðakerti sem Þórunn Árnadóttir hannaði. Þegar kertin bráðna koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni glerskálar, en skilaboð Höllu forseta eru „Vertu riddari kærleikans“.

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar styrkir tekjulágar konur til menntunar svo þær eigi kost á betra framtíðarstarfi og hefur alls veitt 465 styrki. Með forseta á myndinni eru Marly Gomes styrkþegi og Guðríður Sigurðardóttir formaður menntunarsjóðsins.