Kór Guðríðarkirkju heldur vortónleika sína á morgun, þriðjudaginn 6. maí, kl. 20. Gestir tónleikanna verða meðlimir Karlakórs Hveragerðis. Efnisskráin er sögð fjölbreytt en þar verða meðal annars lög eftir Gunnar Þórðarson
Kór Guðríðarkirkju heldur vortónleika sína á morgun, þriðjudaginn 6. maí, kl. 20. Gestir tónleikanna verða meðlimir Karlakórs Hveragerðis. Efnisskráin er sögð fjölbreytt en þar verða meðal annars lög eftir Gunnar Þórðarson. Kórinn flutti nýverið lög eftir Gunnar í helgistund en tónskáldið sjálft var þá viðstatt. Stjórnandi Kórs Guðríðarkirkju er Arnhildur Valgarðsdóttir og stjórnandi Karlakórs Hveragerðis Örlygur Atli Guðmundsson. Matthías Stefánsson leikur með á fiðlu og gítar.