„Við eigum eftir að ræða þessi mál áfram, það er alveg ljóst, og við fylgjumst með að farið verði í breytingar þegar kemur að innri menningu, enda var það ákveðið á síðasta ári,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið.
Starfsmannamál fyrirtækisins voru tekin til umræðu á stjórnarfundi í Faxaflóahöfnum í síðustu viku.
Hún nefnir að alltaf sé leiðinlegt að heyra þegar erfiðleikar séu í starfsmannamálum, enda slík mál einhver þau erfiðustu sem stjórnendur takast á við.
Fyrrverandi starfsmaður Faxaflóahafna hefur stefnt félaginu fyrir dómstóla. óej@mbl.is » 4