Breytingar á eldsneytisgjaldi geta ruglað fólk í ríminu, segir Magnús Hafliðason framkvæmdastjóri N1. Fyrirætlunin er sú að frá 1. júlí nk. verði eldsneytisgjald að hluta innheimt skv. upplýsingum um fjölda ekinna kílómetra sem ökumenn gefa upp, líkt og gilt hefur um rafbílaeigendur. Á móti muni eldsneytisverð á hvern lítra við dælu fara niður í takt við opinber gjöld.
„Við ætlum að aðstoða bifreiðaeigendur í þessum nýja veruleika og bjóða upp á að fólk geti skráð kílómetrastöðuna á bílnum sínum í gegnum N1-appið og því verður miðlað beint til Samgöngustofu,“ segir Magnús. » 10