Spunaleikhópurinn Improv Ísland heldur hið árlega Improvision í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaginn, þann 14. maí, klukkan 18 en uppselt er á keppnina klukkan 21. Segir í tilkynningu að Improvision sé söngvakeppni þar sem öll lögin eru búin til á staðnum út frá tillögum áhorfenda
Spunaleikhópurinn Improv Ísland heldur hið árlega Improvision í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaginn, þann 14. maí, klukkan 18 en uppselt er á keppnina klukkan 21. Segir í tilkynningu að Improvision sé söngvakeppni þar sem öll lögin eru búin til á staðnum út frá tillögum áhorfenda. „Hljómsveitarstjóri er Egill Andrason og þulur kvöldsins er enginn annar en Gísli Marteinn sem lýsir keppninni jafnóðum líkt og hann hefur gert margoft áður í Eurovision-keppninni sjálfri.“