
Bjarni Hjaltested Þórarinsson, myndlistarmaður og sjónháttafræðingur, er látinn, 78 ára að aldri.
Bjarni fæddist í Reykjavík 1. mars 1947 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Anna Lísa Hjaltested túlkur og Þórarinn B. Pétursson vélstjóri. Eftirlifandi systur Bjarna eru Guðrún Ágústa, f. 1952, og Stefanía, f. 1956.
Bjarni útskrifaðist frá nýlistadeild Magnúsar Pálssonar við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var ásamt nokkrum öðrum stofnandi Gallerísins Suðurgötu 7 og tímaritsins Svarts á hvítu á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var einn af stofnendum Nýlistasafnsins. Bjarni var frumkvöðull og hugmyndafræðingur eftirfarandi fyrirtækja og menntastofnana: Vísiakademíu, Ísvís, Sjóntungu, Húndælu, Faxdælu, Evu Sönsjæn co/π Faxsjón lælu kvikmyndasamsteypu, Júnæt 2000 og The International United World University.
Árið
...