Bjarni Hjaltested Þór­ar­ins­son, mynd­list­armaður og sjón­hátta­fræðing­ur, er lát­inn, 78 ára að aldri.

Bjarni fædd­ist í Reykja­vík 1. mars 1947 og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru Anna Lísa Hjaltested túlk­ur og Þór­ar­inn B. Pét­urs­son vél­stjóri. Eft­ir­lif­andi syst­ur Bjarna eru Guðrún Ágústa, f. 1952, og Stef­an­ía, f. 1956.

Bjarni út­skrifaðist frá ný­l­ista­deild Magnús­ar Páls­son­ar við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands og var ásamt nokkr­um öðrum stofn­andi Galle­rís­ins Suður­götu 7 og tíma­rits­ins Svarts á hvítu á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar. Hann var einn af stofn­end­um Ný­l­ista­safns­ins. Bjarni var frum­kvöðull og hug­mynda­fræðing­ur eft­ir­far­andi fyr­ir­tækja og mennta­stofn­ana: Vísiaka­demíu, Ísvís, Sjóntungu, Hún­dælu, Fax­dælu, Evu Sön­sjæn co/​π Fax­sjón lælu kvik­mynda­sam­steypu, Júnæt 2000 og The In­ternati­onal United World Uni­versity.

Árið

...