Réttur Kona hefur nú stigið fram með alvarlegar ásakanir.
Rétt­ur Kona hef­ur nú stigið fram með al­var­leg­ar ásak­an­ir. — AFP/​Peter Dejong

Komn­ar eru fram ásak­an­ir á hend­ur Karim Khan yf­ir­sak­sókn­ara Alþjóðaglæpa­dóm­stóls­ins (ICC) um kyn­ferðis­lega áreitni og mis­notk­un. Er það ung­ur lög­fræðing­ur og sam­starfsmaður hans sem seg­ir Khan hafa neytt sig ít­rekað til kyn­maka í embætt­is­ferðum þeirra víða um heim. Var fyrst greint frá þessu um nýliðna helgi í banda­ríska stór­blaðinu Wall Street Journal og því slegið fram að Khan hafi í skyndi ákveðið að gefa út hand­töku­skip­an­ir á hend­ur for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benja­mín Net­anja­hú, og fv. varn­ar­málaráðherra lands­ins, Yoav Gall­ant, í þeirri von að þagga málið niður. En hand­töku­skip­an­irn­ar voru gefn­ar út á sama tíma og mál Khans rataði á borð hjá innri skoðun ICC.

Meint fórn­ar­lamb Khans seg­ist margsinn­is hafa ferðast með hon­um vegna vinnu sinn­ar og á mis­notk­un að hafa átt sér stað í ferðum m.a. til New York, Par­ís­ar, Kól­umb­íu, Kongó og Haag. Kon­an seg­ist ekki hafa þorað að stíga fyrr fram

...