
Komnar eru fram ásakanir á hendur Karim Khan yfirsaksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) um kynferðislega áreitni og misnotkun. Er það ungur lögfræðingur og samstarfsmaður hans sem segir Khan hafa neytt sig ítrekað til kynmaka í embættisferðum þeirra víða um heim. Var fyrst greint frá þessu um nýliðna helgi í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal og því slegið fram að Khan hafi í skyndi ákveðið að gefa út handtökuskipanir á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, og fv. varnarmálaráðherra landsins, Yoav Gallant, í þeirri von að þagga málið niður. En handtökuskipanirnar voru gefnar út á sama tíma og mál Khans rataði á borð hjá innri skoðun ICC.
Meint fórnarlamb Khans segist margsinnis hafa ferðast með honum vegna vinnu sinnar og á misnotkun að hafa átt sér stað í ferðum m.a. til New York, Parísar, Kólumbíu, Kongó og Haag. Konan segist ekki hafa þorað að stíga fyrr fram
...