Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sendi í febrúar inn skriflega greinargerð til Alþjóðadómstólsins í Haag í máli varðandi Gasasvæðið, en það er í fyrsta sinn sem Ísland stendur eitt að slíkri greinargerð til dómstólsins

Holland Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur að undanförnu fjallað um ýmis mál sem tengjast hernámssvæðum Ísraela sem þó hafa notið sjálfstjórnar.
— AFP/Sem van der Wal
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sendi í febrúar inn skriflega greinargerð til Alþjóðadómstólsins í Haag í máli varðandi Gasasvæðið, en það er í fyrsta sinn sem Ísland stendur eitt að slíkri greinargerð til dómstólsins.
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ráðherra hafi ekki gert grein fyrir því á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis fyrir fram, líkt og skylt er.
Alls sendu 45 ríki og alþjóðastofnanir inn greinargerð til dómstólsins, en í fyrri viku fór svo fram munnlegur málflutningur. Um sama leyti voru skriflegar greinargerðir, sem sendar höfðu verið inn vegna málsins, opinberaðar á vef hans.
Í greinargerð Íslands, sem Kristján Andri
...