
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður, sem varð níræður í nýliðnum mánuði, hefur nær árlega frá 2014 skipulagt dagsferðir á vegum Ferðafélags Íslands í fótspor þýska fræðimannsins Konrads Maurers. Níunda ferðin verður nk. laugardag, 17. maí. Lagt verður af stað frá bílastæði við húsakynni Morgunblaðsins í Hádegismóum klukkan 10:00 undir fararstjórn Jóhanns og Sigurjóns Péturssonar. Reykholt verður aðaláfangastaðurinn að þessu sinni en farið verður um Borgarfjörð, Hvalfjörð og Kjalarnes. Sérstakir leiðsögumenn verða sr. Geir Waage, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup og dr. Gunnar Kristjánsson prófastur. Eins og jafnan hefur komið út ferðabæklingur fyrir hverja ferð og nú hefur Sigurjón komið saman glæsilegum bæklingi í máli og myndum með aðstoð Jóhanns. Flestar ljósmyndirnar eru eftir Sigurjón en Guðmundur Ó. Ingvarsson
...