Jó­hann J. Ólafs­son stór­kaupmaður, sem varð níræður í nýliðnum mánuði, hef­ur nær ár­lega frá 2014 skipu­lagt dags­ferðir á veg­um Ferðafé­lags Íslands í fót­spor þýska fræðimanns­ins Konrads Maurers. Ní­unda ferðin verður nk
Í München Sigurjón og Jóhann og legsteinn Maurers.
Í München Sig­ur­jón og Jó­hann og leg­steinn Maurers. — Ljós­mynd­ir/​Sig­ur­jón Pét­urs­son

Steinþór Guðbjarts­son

steint­hor@mbl.is

Jó­hann J. Ólafs­son stór­kaupmaður, sem varð níræður í nýliðnum mánuði, hef­ur nær ár­lega frá 2014 skipu­lagt dags­ferðir á veg­um Ferðafé­lags Íslands í fót­spor þýska fræðimanns­ins Konrads Maurers. Ní­unda ferðin verður nk. laug­ar­dag, 17. maí. Lagt verður af stað frá bíla­stæði við húsa­kynni Morg­un­blaðsins í Há­deg­is­mó­um klukk­an 10:00 und­ir far­ar­stjórn Jó­hanns og Sig­ur­jóns Pét­urs­son­ar. Reyk­holt verður aðaláfangastaður­inn að þessu sinni en farið verður um Borg­ar­fjörð, Hval­fjörð og Kjal­ar­nes. Sér­stak­ir leiðsögu­menn verða sr. Geir Waage, Kristján Val­ur Ing­ólfs­son vígslu­bisk­up og dr. Gunn­ar Kristjáns­son pró­fast­ur. Eins og jafn­an hef­ur komið út ferðabækling­ur fyr­ir hverja ferð og nú hef­ur Sig­ur­jón komið sam­an glæsi­leg­um bæk­lingi í máli og mynd­um með aðstoð Jó­hanns. Flest­ar ljós­mynd­irn­ar eru eft­ir Sig­ur­jón en Guðmund­ur Ó. Ingvars­son

...