
Fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið er lokið og var samþykkt að vísa málinu til atvinnuveganefndar.
Ekki þurfti að kjósa um tillögu stjórnarandstöðunnar um að frumvarpinu yrði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar frekar en til atvinnuveganefndar, þar sem fyrst var kosið um tillögu ríkisstjórnar um að fara með málið í atvinnuveganefnd.
„Óumdeilt er, eins og segir mjög skýrt í frumvarpinu sjálfu, að veiðigjöld eru skattar. Þannig að hér er um að ræða skattahækkun og meira að segja gríðarlega mikla skattahækkun. Við teljum því rétt að málið fái betri meðferð í nefnd, þeirri sem fer með skattamál á sínu málefnasviði, sem er efnahags- og viðskiptanefnd,“ sagði Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins fyrir atkvæðagreiðsluna.
Pawel Bartoszek
...