
Bókaútgáfan Forlagið flytur í lok vikunnar allan rekstur sinn í húsnæði á Fiskislóð 39. Þar hefur Forlagið rekið bókabúð en nú færist daglegur rekstur einnig þangað.
Sigþrúður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Forlagsins segir að ástæða flutninganna sé að geta nýtt betur húsnæðið á Fiskislóð og að sameina starfsmannahópinn á einum stað. Hún segir enn fremur að ekki hafi þurft að ráðast í framkvæmdir í húsnæðinu á Fiskislóð.
„Við þurftum ekki að stækka húsið á Fiskislóð heldur einfaldlega nýta það betur, þ.e. innrétta milliloft sem áður var frumstætt og lítið notað og gera aðrar breytingar til að húsið henti til skrifstofuvinnu.
Um leið erum við að stækka búðina okkar, sem þýðir að stærsta bókabúð landsins er að verða enn stærri. Sú vinna er í gangi og við hlökkum til að bjóða fólk velkomið í endurbætta verslun í sumar,“ segir Sigþrúður enn fremur.
Með þessum flutningum lýkur langri sögu bókaútgáfu við Bræðraborgarstíg. Forlagið hefur verið
...