Bóka­út­gáf­an For­lagið flyt­ur í lok vik­unn­ar all­an rekst­ur sinn í hús­næði á Fiskislóð 39. Þar hef­ur For­lagið rekið bóka­búð en nú fær­ist dag­leg­ur rekst­ur einnig þangað. Sigþrúður Gunn­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins seg­ir að ástæða flutn­ing­anna sé …
Tímamót Starfsemi Forlagsins verður flutt af Bræðraborgarstíg 7 í lok vikunnar. Bókaútgáfa hefur verið rekin við götuna í hartnær hálfa öld.
Tíma­mót Starf­semi For­lags­ins verður flutt af Bræðra­borg­ar­stíg 7 í lok vik­unn­ar. Bóka­út­gáfa hef­ur verið rek­in við göt­una í hart­nær hálfa öld. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Bóka­út­gáf­an For­lagið flyt­ur í lok vik­unn­ar all­an rekst­ur sinn í hús­næði á Fiskislóð 39. Þar hef­ur For­lagið rekið bóka­búð en nú fær­ist dag­leg­ur rekst­ur einnig þangað.

Sigþrúður Gunn­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins seg­ir að ástæða flutn­ing­anna sé að geta nýtt bet­ur hús­næðið á Fiskislóð og að sam­eina starfs­manna­hóp­inn á ein­um stað. Hún seg­ir enn frem­ur að ekki hafi þurft að ráðast í fram­kvæmd­ir í hús­næðinu á Fiskislóð.

„Við þurft­um ekki að stækka húsið á Fiskislóð held­ur ein­fald­lega nýta það bet­ur, þ.e. inn­rétta milli­loft sem áður var frum­stætt og lítið notað og gera aðrar breyt­ing­ar til að húsið henti til skrif­stofu­vinnu.

Um leið erum við að stækka búðina okk­ar, sem þýðir að stærsta bóka­búð lands­ins er að verða enn stærri. Sú vinna er í gangi og við hlökk­um til að bjóða fólk vel­komið í end­ur­bætta versl­un í sum­ar,“ seg­ir Sigþrúður enn frem­ur.

Með þess­um flutn­ing­um lýk­ur langri sögu bóka­út­gáfu við Bræðra­borg­ar­stíg. For­lagið hef­ur verið

...