Mjöll Snæs­dótt­ir fædd­ist 12. fe­brú­ar 1950. Hún lést 28. apríl 2025.

Útför Mjall­ar fór fram 12. maí 2025.

Mjöll Snæs­dótt­ir var læri­móðir mín. Það var ein­stakt lán fá að al­ast upp og læra af henni í upp­greft­in­um á Stóru­borg á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. Sú reynsla var á við nokkr­ar há­skóla­gráður, ekki bara í upp­graft­ar­tækni held­ur í öll­um þátt­um ís­lenskr­ar menn­ing­ar­sögu og þjóðhátta­fræði. Við sem nut­um leiðsagn­ar henn­ar þar og síðar feng­um ein­stakt vega­nesti sem hef­ur mótað viðmið okk­ar um hvað séu góð vinnu­brögð, góð rök­ræða og góð vís­indi.

Áhrif Mjall­ar á ís­lenska forn­leifa­fræði hafa verið gríðarleg. Þau sjást ekki ein­ung­is í fræðirit­un­um sem eft­ir hana liggja held­ur í viðhorf­um sem hafa mótað hvernig forn­leifa­fræði er stunduð á Íslandi. Fyr­ir Mjöll var þekk­ing sjálf­stætt mark­mið; hún

...