
Mjöll Snæsdóttir fæddist 12. febrúar 1950. Hún lést 28. apríl 2025.
Útför Mjallar fór fram 12. maí 2025.
Mjöll Snæsdóttir var lærimóðir mín. Það var einstakt lán fá að alast upp og læra af henni í uppgreftinum á Stóruborg á níunda áratug síðustu aldar. Sú reynsla var á við nokkrar háskólagráður, ekki bara í uppgraftartækni heldur í öllum þáttum íslenskrar menningarsögu og þjóðháttafræði. Við sem nutum leiðsagnar hennar þar og síðar fengum einstakt veganesti sem hefur mótað viðmið okkar um hvað séu góð vinnubrögð, góð rökræða og góð vísindi.
Áhrif Mjallar á íslenska fornleifafræði hafa verið gríðarleg. Þau sjást ekki einungis í fræðiritunum sem eftir hana liggja heldur í viðhorfum sem hafa mótað hvernig fornleifafræði er stunduð á Íslandi. Fyrir Mjöll var þekking sjálfstætt markmið; hún
...