— Morg­un­blaðið/​Birta Mar­grét

Sól­in læt­ur sjá sig í flest­um lands­hlut­um í vik­unni og spá­ir Veður­stofa Íslands allt að 20 stiga hita. Hlýj­ast verður á Norðaust­ur­landi á morg­un, miðviku­dag, en íbú­ar á suðvest­ur­horni lands­ins fá líka að líta þá gulu, þótt ekki verði nema þegar hún geng­ur til viðar. Þá er einnig út­lit fyr­ir að veður verði gott um allt land um helg­ina og hiti fari yfir 20 stig á Eg­ils­stöðum og víðar inn til lands­ins.