
— Morgunblaðið/Birta Margrét
Sólin lætur sjá sig í flestum landshlutum í vikunni og spáir Veðurstofa Íslands allt að 20 stiga hita. Hlýjast verður á Norðausturlandi á morgun, miðvikudag, en íbúar á suðvesturhorni landsins fá líka að líta þá gulu, þótt ekki verði nema þegar hún gengur til viðar. Þá er einnig útlit fyrir að veður verði gott um allt land um helgina og hiti fari yfir 20 stig á Egilsstöðum og víðar inn til landsins.