
Alþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.
— Morgunblaðið/Karítas
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að hún hefði sent héraðssaksóknara bréf og óskað eftir gögnum um gagnastuld frá embættinu.
Ráðherra sagði að þar ræddi um sakamál; gagnastuldur frá réttarvörslukerfinu væri ekki aðeins árás á það fólk, sem þar ætti í hlut, heldur sjálfa réttvísina, sem stæði ekki undir nafni nema almenningur treysti kerfinu. » 6