„Ég er bara að fara að bjóða fram aðstoð þegar kemur að jarðhitarannsóknum, aðstoð íslenskra sérfræðingar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem fundar í dag með orkumálaráðherra Úkraínu

— Morgunblaðið/Eyþór
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
„Ég er bara að fara að bjóða fram aðstoð þegar kemur að jarðhitarannsóknum, aðstoð íslenskra sérfræðingar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem fundar í dag með orkumálaráðherra Úkraínu.
Hann er nú staddur á fundi í Varsjá um orkumál.
„Það verður mikilvægur fundur. Rússar hafa auðvitað verið að beina sérstaklega spjótum að orkuinnviðum í Úkraínu og ekki að ástæðulausu. Það er algjör líflína.“
Hann segir samstarfið milli Íslands og Úkraínu í orkumálum hafa gefist vel hingað til.
„Við viljum fyrir alla muni flytja út þekkingu Íslendinga á
...