Í ár­legri skýrslu sam­taka frum­lyfja­fram­leiðenda í Evr­ópu, EFPIA, um markaðssetn­ingu nýrra lyfja í Evr­ópu kem­ur m.a. fram að af 173 nýj­um lyfj­um sem fengu markaðsleyfi á ár­un­um 2020 til 2023 hafa 59 lyf, eða 34%, verið tek­in form­lega í notk­un á Íslandi
— Morg­un­blaðið/​Friðrik

Sviðsljós

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Í ár­legri skýrslu sam­taka frum­lyfja­fram­leiðenda í Evr­ópu, EFPIA, um markaðssetn­ingu nýrra lyfja í Evr­ópu kem­ur m.a. fram að af 173 nýj­um lyfj­um sem fengu markaðsleyfi á ár­un­um 2020 til 2023 hafa 59 lyf, eða 34%, verið tek­in form­lega í notk­un á Íslandi. Þýska­land er það land sem flest lyf hef­ur tekið í notk­un, 90%. Ísland er tölu­vert und­ir meðaltali Evr­ópu­landa í þessu til­liti, sem er 46%.

Þetta kem­ur fram á vefsíðu Frum­taka sem eru sam­tök fram­leiðenda frum­lyfja hér á landi, en aðild­ar­fyr­ir­tæki sam­tak­anna eru 18 tals­ins.

„Við erum alltaf fyr­ir neðan meðaltal í Evr­ópu og aft­ast á Norður­lönd­um,“ seg­ir Jakob Falur Garðars­son fram­kvæmda­stjóri Frum­taka í sam­tali

...