
Sviðsljós
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Í árlegri skýrslu samtaka frumlyfjaframleiðenda í Evrópu, EFPIA, um markaðssetningu nýrra lyfja í Evrópu kemur m.a. fram að af 173 nýjum lyfjum sem fengu markaðsleyfi á árunum 2020 til 2023 hafa 59 lyf, eða 34%, verið tekin formlega í notkun á Íslandi. Þýskaland er það land sem flest lyf hefur tekið í notkun, 90%. Ísland er töluvert undir meðaltali Evrópulanda í þessu tilliti, sem er 46%.
Þetta kemur fram á vefsíðu Frumtaka sem eru samtök framleiðenda frumlyfja hér á landi, en aðildarfyrirtæki samtakanna eru 18 talsins.
„Við erum alltaf fyrir neðan meðaltal í Evrópu og aftast á Norðurlöndum,“ segir Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaka í samtali
...