
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Spretthópur á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um matarmál í skólum borgarinnar hefur lokið störfum og verða tillögur hópsins kynntar innan tíðar. Þetta segir Ellen Alma Tryggvadóttir, doktor í næringarfræði og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, en hún situr í hópnum.
Mikil umræða hefur verið um matvælaöryggi í skólum eftir að E.coli-hópsýking kom upp á leikskólanum Mánagarði á síðasta ári.
Ellen segir að spretthópurinn hafi kynnt sér stöðuna í matarmálum í skólum en hún er afar misjöfn þar sem sums staðar er matur aðkeyptur en annars staðar eldaður á staðnum. Hlutverk hópsins er að meta þörfina á úrbótum og hvernig best sé að bregðast við.
...