Sprett­hóp­ur á veg­um skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar um mat­ar­mál í skól­um borg­ar­inn­ar hef­ur lokið störf­um og verða til­lög­ur hóps­ins kynnt­ar inn­an tíðar. Þetta seg­ir Ell­en Alma Tryggva­dótt­ir, doktor í nær­ing­ar­fræði og verk­efna­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg, en hún sit­ur í hópn­um
Leikskóli Starfsfólk borgarinnar fær fræðslu um matvælaöryggi.
Leik­skóli Starfs­fólk borg­ar­inn­ar fær fræðslu um mat­væla­ör­yggi. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Hösk­uld­ur Daði Magnús­son

hdm@mbl.is

Sprett­hóp­ur á veg­um skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar um mat­ar­mál í skól­um borg­ar­inn­ar hef­ur lokið störf­um og verða til­lög­ur hóps­ins kynnt­ar inn­an tíðar. Þetta seg­ir Ell­en Alma Tryggva­dótt­ir, doktor í nær­ing­ar­fræði og verk­efna­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg, en hún sit­ur í hópn­um.

Mik­il umræða hef­ur verið um mat­væla­ör­yggi í skól­um eft­ir að E.coli-hóp­sýk­ing kom upp á leik­skól­an­um Mánag­arði á síðasta ári.

Ell­en seg­ir að sprett­hóp­ur­inn hafi kynnt sér stöðuna í mat­ar­mál­um í skól­um en hún er afar mis­jöfn þar sem sums staðar er mat­ur aðkeypt­ur en ann­ars staðar eldaður á staðnum. Hlut­verk hóps­ins er að meta þörf­ina á úr­bót­um og hvernig best sé að bregðast við.

...