Sænski Hammond-org­ell­eik­ar­inn Andreas Hell­kvist og saxó­fón­leik­ar­inn Sig­urður Flosa­son leiða kvart­ett á vor­tón­leik­um Jazz­klúbbs­ins Múl­ans á Björtu­loft­um Hörpu annað kvöld, miðviku­dags­kvöld, kl. 20. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skipu­leggj­end­um verður…

Sænski Hammond-org­ell­eik­ar­inn Andreas Hell­kvist og saxó­fón­leik­ar­inn Sig­urður Flosa­son leiða kvart­ett á vor­tón­leik­um Jazz­klúbbs­ins Múl­ans á Björtu­loft­um Hörpu annað kvöld, miðviku­dags­kvöld, kl. 20. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skipu­leggj­end­um verður flutt blúsuð djass­tónlist eft­ir höfuðpaura kvart­etts­ins auk vel val­inna djass­st­and­arda. Ásamt þeim koma fram gít­ar­leik­ar­inn Andrés Þór Gunn­laugs­son og Ein­ar Scheving sem leik­ur á tromm­ur. Miðar fást á harpa.is.