Sænski Hammond-orgelleikarinn Andreas Hellkvist og saxófónleikarinn Sigurður Flosason leiða kvartett á vortónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum verður…

Sænski Hammond-orgelleikarinn Andreas Hellkvist og saxófónleikarinn Sigurður Flosason leiða kvartett á vortónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum verður flutt blúsuð djasstónlist eftir höfuðpaura kvartettsins auk vel valinna djassstandarda. Ásamt þeim koma fram gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson og Einar Scheving sem leikur á trommur. Miðar fást á harpa.is.