
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Jón Ólafur Halldórsson hefur einn gefið kost á sér til formennsku í Samtökum atvinnulífsins, en rafræn kosning stendur nú yfir. Aðalfundur SA verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 15. maí.
Jón Ólafur, sem er viðskipta- og véltæknifræðingur að mennt, hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum í atvinnulífinu á undanförnum árum. Hann hefur setið í stjórn SA síðasta áratuginn og verið þar í framkvæmdastjórn frá 2018. Þá var hann formaður Samtaka verslunar og þjónustu í sex ár. Á síðustu áratugum hefur Jón Ólafur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum í fyrirtækjum. Hann starfaði hjá Olís í 27 ár og var forstjóri þar í sjö ár.
„Verðbólgan er á niðurleið og vextir að lækka. Með því batna starfsskilyrði allra og í atvinnulífinu má vænta að
...