
Sviðsljós
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir tónlistarfólk að því verði tryggðar sanngjarnar greiðslur vegna notkunar gervigreindar við tónlistarframleiðslu. Þetta segir Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Stefs, en hún kynnti nýverið norræna stefnu um gervigreind og leyfisveitingar á Evrópufundi höfundaréttarsamtaka í Vilnius.
„Við höfum verið að vinna með hinum norrænu höfundarréttarsamtökunum síðustu ár. Með þessari stefnu setjum við niður fótinn og tökum harðari stefnu varðandi það hvernig við sjáum fyrir okkur leyfisveitingar til gervigreindarfyrirtækja,“ segir Guðrún Björk.
Hún segir að rannsóknir sýni að líklegt megi telja að um 30 prósent af tekjum
...