Mikl­ir hags­mun­ir eru í húfi fyr­ir tón­listar­fólk að því verði tryggðar sann­gjarn­ar greiðslur vegna notk­un­ar gervi­greind­ar við tón­listar­fram­leiðslu. Þetta seg­ir Guðrún Björk Bjarna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Stefs, en hún kynnti ný­verið nor­ræna stefnu um…
Tónlist Samtök tónlistarmanna vilja að tónlistarfólk á borð við meðlimi Iceguys fái sanngjarnar greiðslur fyrir notkun á tónlist þess.
Tónlist Sam­tök tón­list­ar­manna vilja að tón­listar­fólk á borð við meðlimi Iceguys fái sann­gjarn­ar greiðslur fyr­ir notk­un á tónlist þess. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Sviðsljós

Hösk­uld­ur Daði Magnús­son

hdm@mbl.is

Mikl­ir hags­mun­ir eru í húfi fyr­ir tón­listar­fólk að því verði tryggðar sann­gjarn­ar greiðslur vegna notk­un­ar gervi­greind­ar við tón­listar­fram­leiðslu. Þetta seg­ir Guðrún Björk Bjarna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Stefs, en hún kynnti ný­verið nor­ræna stefnu um gervi­greind og leyf­is­veit­ing­ar á Evr­ópufundi höf­unda­rétt­ar­sam­taka í Vilnius.

„Við höf­um verið að vinna með hinum nor­rænu höf­und­ar­rétt­ar­sam­tök­un­um síðustu ár. Með þess­ari stefnu setj­um við niður fót­inn og tök­um harðari stefnu varðandi það hvernig við sjá­um fyr­ir okk­ur leyf­is­veit­ing­ar til gervi­greind­ar­fyr­ir­tækja,“ seg­ir Guðrún Björk.

Hún seg­ir að rann­sókn­ir sýni að lík­legt megi telja að um 30 pró­sent af tekj­um

...