Harpa Magnúsdóttir eigandi Hoobla, markaðstorgs þar sem fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa aðgang að sjálfstætt starfandi sérfræðingum, stjórnendum og ráðgjöfum sem taka að sér tímabundin verkefni og hlutastörf, vinnufyrirkomulag sem oft er…

Gigg Harpa segir að stofna ætti sérstakar einingar innan stéttarfélaga fyrir sjálfstætt starfandi fólk þar sem það fengi stuðning og fræðslu.
Baksvið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Harpa Magnúsdóttir eigandi Hoobla, markaðstorgs þar sem fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa aðgang að sjálfstætt starfandi sérfræðingum, stjórnendum og ráðgjöfum sem taka að sér tímabundin verkefni og hlutastörf, vinnufyrirkomulag sem oft er kallað „gigg-hagkerfi“, fagnar allri umræðu um störf sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Hún telur að gott sé að ræða málin á yfirvegaðan hátt og forðast tvíhyggju og skotgrafir þegar störf sjálfstætt starfandi einstaklinga eru rædd. Tækifærin fyrir einstaklinga og atvinnurekendur eru fleiri og meiri að mati Hörpu en ógnirnar.
Atlaga auðhyggjunnar
Tilefnið er ræða Finnbjörns A. Hermannssonar, forseta Alþýðusambands Íslands,
...