Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, hef­ur skipað stýri­hóp um end­ur­skoðun á bygg­ing­ar­reglu­gerð. Hópn­um er ætlað að vinna til­lög­ur um gagn­ger­ar breyt­ing­ar á reglu­verk­inu með áherslu á að ein­falda um­gjörð um bygg­ing­ariðnað til að lækka…

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, hef­ur skipað stýri­hóp um end­ur­skoðun á bygg­ing­ar­reglu­gerð. Hópn­um er ætlað að vinna til­lög­ur um gagn­ger­ar breyt­ing­ar á reglu­verk­inu með áherslu á að ein­falda um­gjörð um bygg­ing­ariðnað til að lækka bygg­ing­ar­kostnað og leggja grunn að stöðug­leika á hús­næðismarkaði. Hon­um er einnig ætlað að fylgja til­lög­un­um eft­ir og vinna að breyttu fyr­ir­komu­lagi bygg­ing­ar­eft­ir­lits til að auka neyt­enda­vernd og draga úr bygg­ing­ar­göll­um. Í hópn­um eru Hreiðar Ingi Eðvarðsson formaður, full­trúi ráðherra, Hild­ur Dungal, full­trúi fé­lags- og hús­næðismálaráðuneyt­is, Helga ­María Páls­dótt­ir, full­trúi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, Her­mann Jónas­son, full­trúi Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar, og Sig­urður Hann­es­son, full­trúi Sam­taka iðnaðar­ins.