Moskvu­valdið mun ekki samþykkja kröf­ur Evr­ópu­ríkja um vopna­hlé í Úkraínu. Kænug­arður hef­ur þegar sagst reiðubú­inn til að hefja friðarviðræður við Kreml á fundi í Ist­an­búl næsta fimmtu­dag, en til að svo megi verða þá þurfa Rúss­ar fyrst að samþykkja…
Moskva Dmitrí Peskov talsmaður Kremlverja sést hér ganga hjá heiðursverði þegar sigurdagurinn var haldinn á Rauða torginu nýverið.
Moskva Dmitrí Peskov talsmaður Kreml­verja sést hér ganga hjá heiður­sverði þegar sig­ur­dag­ur­inn var hald­inn á Rauða torg­inu ný­verið. — AFP/​Kirill Ku­drya­vt­sev

Kristján H. Johann­essen

khj@mbl.is

Moskvu­valdið mun ekki samþykkja kröf­ur Evr­ópu­ríkja um vopna­hlé í Úkraínu. Kænug­arður hef­ur þegar sagst reiðubú­inn til að hefja friðarviðræður við Kreml á fundi í Ist­an­búl næsta fimmtu­dag, en til að svo megi verða þá þurfa Rúss­ar fyrst að samþykkja kröf­ur fjög­urra meg­in­ríkja Evr­ópu um alls­herj­ar­vopna­hlé næstu 30 daga. Úkraínu­for­seti hvet­ur Rúss­lands­for­seta til að mæta sér í per­sónu á friðar­fundi í Tyrklandi. Kreml hef­ur ekki svarað þess­ari áskor­un beint.

„Sú orðræða að sett­ar séu fram kröf­ur með þess­um hætti er al­gjör­lega óá­sætt­an­leg af hálfu Rúss­lands. Þetta er bara alls ekki við hæfi. Eng­um leyf­ist að tala við Rúss­land með þess­um hætti,“ seg­ir Dmitrí Peskov talsmaður Kreml­verja á síma­fundi með blaðamanni frétta­veitu AFP. „Við leggj­um áherslu á að finna raun­hæf­ar leiðir

...