
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Moskvuvaldið mun ekki samþykkja kröfur Evrópuríkja um vopnahlé í Úkraínu. Kænugarður hefur þegar sagst reiðubúinn til að hefja friðarviðræður við Kreml á fundi í Istanbúl næsta fimmtudag, en til að svo megi verða þá þurfa Rússar fyrst að samþykkja kröfur fjögurra meginríkja Evrópu um allsherjarvopnahlé næstu 30 daga. Úkraínuforseti hvetur Rússlandsforseta til að mæta sér í persónu á friðarfundi í Tyrklandi. Kreml hefur ekki svarað þessari áskorun beint.
„Sú orðræða að settar séu fram kröfur með þessum hætti er algjörlega óásættanleg af hálfu Rússlands. Þetta er bara alls ekki við hæfi. Engum leyfist að tala við Rússland með þessum hætti,“ segir Dmitrí Peskov talsmaður Kremlverja á símafundi með blaðamanni fréttaveitu AFP. „Við leggjum áherslu á að finna raunhæfar leiðir
...