
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku sér hartnær klukkustund í upphafi þingfundar í gær til þess að ræða fundarstjórn forseta. Fundið var að því að forseti hefði með skömmum fyrirvara efnt til fundar á laugardag til þess að ljúka 1. umræðu um veiðigjaldafrumvarpið, en síðan ekki verið þess megnugur að fá ráðherra til þess að vera viðstaddur umræðuna.
Það var Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem átti að gegna því hlutverki í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem var af landinu í fjölskylduerindum.
Hann lét hins vegar ekki sjá sig, en þegar eftir því var gengið á forseta á laugardag svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis því til að ráðherrann hefði verið upptekinn við skyldustörf, en
...