Áslaug Stef­áns­dótt­ir fædd­ist 27. nóv­em­ber 1929 í Fischer­sundi í Reykja­vík. Hún lést á heim­ili sínu 30. apríl 2025.

For­eldr­ar Áslaug­ar voru Stefán Ingimar Dag­finns­son, f. 10.7. 1895, d. 31.8. 1959, skip­stjóri, og Jún­í­ana Stef­áns­dótt­ir, f. 14.6. 1891, d. 5.10. 1982, hús­freyja. Þau áttu heima á Hring­braut 32 í Reykja­vík. Systkini Áslaug­ar voru Sig­ríður Stef­áns­dótt­ir, f. 15.9. 1922, d. 28.6. 1923; Þóra Stef­áns­dótt­ir, f. 10.7. 1924, d. 26.1. 2006, hús­freyja; Dag­finn­ur Stef­áns­son, f. 22.11. 1925, d. 16.6. 2019, flug­stjóri, og Sigrún Stef­áns­dótt­ir Haf­stein, f. 18.12. 1926, d. 8.2. 2012, hús­freyja.

Áslaug gift­ist árið 1956 Bjarna Ingimari Júlí­us­syni vél­stjóra frá Lei­rá í Lei­rár­sveit, f. 13.9. 1923, d. 16.8. 2000.

Börn Áslaug­ar eru 1) Hild­ur Sveins­dótt­ir, f. 7.1. 1949. Faðir henn­ar er Sveinn Gísla­son.

...