
Áslaug Stefánsdóttir fæddist 27. nóvember 1929 í Fischersundi í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu 30. apríl 2025.
Foreldrar Áslaugar voru Stefán Ingimar Dagfinnsson, f. 10.7. 1895, d. 31.8. 1959, skipstjóri, og Júníana Stefánsdóttir, f. 14.6. 1891, d. 5.10. 1982, húsfreyja. Þau áttu heima á Hringbraut 32 í Reykjavík. Systkini Áslaugar voru Sigríður Stefánsdóttir, f. 15.9. 1922, d. 28.6. 1923; Þóra Stefánsdóttir, f. 10.7. 1924, d. 26.1. 2006, húsfreyja; Dagfinnur Stefánsson, f. 22.11. 1925, d. 16.6. 2019, flugstjóri, og Sigrún Stefánsdóttir Hafstein, f. 18.12. 1926, d. 8.2. 2012, húsfreyja.
Áslaug giftist árið 1956 Bjarna Ingimari Júlíussyni vélstjóra frá Leirá í Leirársveit, f. 13.9. 1923, d. 16.8. 2000.
Börn Áslaugar eru 1) Hildur Sveinsdóttir, f. 7.1. 1949. Faðir hennar er Sveinn Gíslason.
...