Lausn Ætti að skylda læknanema til að vinna úti á landi í eitt ár?
Lausn Ætti að skylda lækna­nema til að vinna úti á landi í eitt ár? — Ljós­mynd/​Colour­box

Fólk man tím­ana tvenna, jafn­vel rétt miðaldra fólk, þegar lækn­isum­dæm­in á lands­byggðinni voru í blóma und­ir stjórn heima­manna og land­lækn­is. Tvö stöðugildi voru víða og byggt af mynd­ar­skap yfir lækna­fjöl­skyld­ur. Nýj­ar heilsu­gæsl­ur spruttu upp og marg­ir góðir lækn­ar sátu ára­tug­um sam­an í embætt­um sín­um og mætti segja að þeir hafi sum­ir hverj­ir fylgt skjól­stæðing­um sín­um frá vöggu til graf­ar. Þetta átti eft­ir að breyt­ast.

Fyrsta brota­löm­in var þegar helgar­vakt­ir lækn­anna voru aflagðar í sparnaðarskyni, og sjúk­ling­um beint annað. Það var aft­ur­för fyr­ir sam­fé­lög­in og gerði stöðurn­ar síður eft­ir­sókn­ar­verðar. Þannig dró smám sam­an úr starf­sem­inni, og með ein­um lækni á vakt reynd­ist ekki grund­völl­ur fyr­ir apó­teki á staðnum og eitt leiddi af öðru. Kandí­dats­ár í héraði var líka ein­hvern tíma aflagt, þótt lengra sé síðan, og var mik­il aft­ur­för.

Það

...