
Fólk man tímana tvenna, jafnvel rétt miðaldra fólk, þegar læknisumdæmin á landsbyggðinni voru í blóma undir stjórn heimamanna og landlæknis. Tvö stöðugildi voru víða og byggt af myndarskap yfir læknafjölskyldur. Nýjar heilsugæslur spruttu upp og margir góðir læknar sátu áratugum saman í embættum sínum og mætti segja að þeir hafi sumir hverjir fylgt skjólstæðingum sínum frá vöggu til grafar. Þetta átti eftir að breytast.
Fyrsta brotalömin var þegar helgarvaktir læknanna voru aflagðar í sparnaðarskyni, og sjúklingum beint annað. Það var afturför fyrir samfélögin og gerði stöðurnar síður eftirsóknarverðar. Þannig dró smám saman úr starfseminni, og með einum lækni á vakt reyndist ekki grundvöllur fyrir apóteki á staðnum og eitt leiddi af öðru. Kandídatsár í héraði var líka einhvern tíma aflagt, þótt lengra sé síðan, og var mikil afturför.
Það
...