Miðgarðar Fallegt guðshús risið.
Miðgarðar Fal­legt guðshús risið. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Stefnt er að því að ný kirkja í Miðgörðum í Gríms­ey verði vígð á sum­arsól­stöðum, 22. júní næst­kom­andi. Ytra byrði guðshúss­ins er þegar til­búið og nú er unnið að frá­gangi inn­an­dyra.

„Nú er verið að ganga frá kirkju­skip­inu sjálfu, setja upp klæðning­ar og lýs­ingu. Þetta geng­ur al­veg eins og í sögu. Að und­an­förnu hafa hér verið að störf­um tveir raf­virkj­ar og þrír smiðir,“ sagði Al­freð Garðars­son, formaður sókn­ar­nefnd­ar Miðgarðasókn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Vænst er þess að bisk­up Íslands mæti til vígslunn­ar, for­sæt­is­ráðherra og fleiri.

Gamla kirkj­an í Miðgörðum í Gríms­ey brann til kaldra kola 22. sept­em­ber 2021. Strax þar á eft­ir var ein­hug­ur þjóðar á meðal um að end­ur­reisa skyldi kirkju í eynni, eins og gekk eft­ir. Fram­kvæmd­ir hóf­ust árið eft­ir og nú sér fyr­ir end­ann

...