
Stefnt er að því að ný kirkja í Miðgörðum í Grímsey verði vígð á sumarsólstöðum, 22. júní næstkomandi. Ytra byrði guðshússins er þegar tilbúið og nú er unnið að frágangi innandyra.
„Nú er verið að ganga frá kirkjuskipinu sjálfu, setja upp klæðningar og lýsingu. Þetta gengur alveg eins og í sögu. Að undanförnu hafa hér verið að störfum tveir rafvirkjar og þrír smiðir,“ sagði Alfreð Garðarsson, formaður sóknarnefndar Miðgarðasóknar, í samtali við Morgunblaðið.
Vænst er þess að biskup Íslands mæti til vígslunnar, forsætisráðherra og fleiri.
Gamla kirkjan í Miðgörðum í Grímsey brann til kaldra kola 22. september 2021. Strax þar á eftir var einhugur þjóðar á meðal um að endurreisa skyldi kirkju í eynni, eins og gekk eftir. Framkvæmdir hófust árið eftir og nú sér fyrir endann
...