Skjálfta­virkn­in í Ljósu­fjalla­kerf­inu fær sí­fellt meiri at­hygli, bæði meðal lands­manna og ekki síst íbúa á nærsvæðinu. Rótarý­klúbb­ur Borg­ar­ness, Ferðafé­lag Borg­ar­fjarðar­héraðs og Sveit­ar­fé­lagið Borg­ar­byggð standa fyr­ir opn­um fundi um jarðhrær­ing­arn­ar í Ljósu­fjalla­kerf­inu
Hítardalsvatn Á þessu svæði hafa jarðskjálftar mælst á undanförnum vikum og mánuðum. Svæðið er hluti af Ljósufjallakerfinu.
Hít­ar­dals­vatn Á þessu svæði hafa jarðskjálft­ar mælst á und­an­förn­um vik­um og mánuðum. Svæðið er hluti af Ljósu­fjalla­kerf­inu. — Morg­un­blaðið/​Theo­dór Kr. Þórðar­son

Birna G. Kon­ráðsdótt­ir

Borg­ar­f­irði

Skjálfta­virkn­in í Ljósu­fjalla­kerf­inu fær sí­fellt meiri at­hygli, bæði meðal lands­manna og ekki síst íbúa á nærsvæðinu.

Rótarý­klúbb­ur Borg­ar­ness, Ferðafé­lag Borg­ar­fjarðar­héraðs og Sveit­ar­fé­lagið Borg­ar­byggð standa fyr­ir opn­um fundi um jarðhrær­ing­arn­ar í Ljósu­fjalla­kerf­inu. Frum­mæl­andi verður Ari Trausti Guðmunds­son jarðeðlis­fræðing­ur sem eft­ir er­indi sitt mun svara fyr­ir­spurn­um fund­ar­gesta. Fund­ur­inn verður 15. maí í Hjálmakletti í Borg­ar­nesi, hefst klukk­an 20 og er öll­um op­inn.

Eins og marg­ir vita hef­ur verið auk­in jarðskjálfta­virkni á þessu svæði að und­an­förnu. Ari Trausti seg­ir kerfið allt ná frá Hrauns­firði í NV, til SA um Ljósu­fjöll, Hnappa­dal, fjöll­in og dal­ina aust­ur af hon­um og allt til Grá­brók­ar í Borg­ar­f­irði. Rauðháls­ar, skammt

...