
Birna G. Konráðsdóttir
Borgarfirði
Skjálftavirknin í Ljósufjallakerfinu fær sífellt meiri athygli, bæði meðal landsmanna og ekki síst íbúa á nærsvæðinu.
Rótarýklúbbur Borgarness, Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og Sveitarfélagið Borgarbyggð standa fyrir opnum fundi um jarðhræringarnar í Ljósufjallakerfinu. Frummælandi verður Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem eftir erindi sitt mun svara fyrirspurnum fundargesta. Fundurinn verður 15. maí í Hjálmakletti í Borgarnesi, hefst klukkan 20 og er öllum opinn.
Eins og margir vita hefur verið aukin jarðskjálftavirkni á þessu svæði að undanförnu. Ari Trausti segir kerfið allt ná frá Hraunsfirði í NV, til SA um Ljósufjöll, Hnappadal, fjöllin og dalina austur af honum og allt til Grábrókar í Borgarfirði. Rauðhálsar, skammt
...