„Því miður virðist sem heil­brigðis­yf­ir­völd ætli sér í raun að þvinga markaðsleyf­is­hafa til að markaðssetja lyf á Íslandi, ell­egar muni lyfið ekki eiga mögu­leika á því að kom­ast í sölu hér á landi
— AFP/​Eric Thayer

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

„Því miður virðist sem heil­brigðis­yf­ir­völd ætli sér í raun að þvinga markaðsleyf­is­hafa til að markaðssetja lyf á Íslandi, ell­egar muni lyfið ekki eiga mögu­leika á því að kom­ast í sölu hér á landi. Von okk­ar er sú að það sé ekki ætl­un­in og ein­hver mis­skiln­ing­ur sé hér á ferðinni, þó ekki sé nema vegna þess að slík ráðstöf­un get­ur að öll­um lík­ind­um tal­ist hindr­un á viðskipt­um í skiln­ingi EES-rétt­ar,“ seg­ir Jakob Falur Garðars­son fram­kvæmda­stjóri Frum­taka í sam­tali við Morg­un­blaðið, en Frum­tök eru sam­tök fram­leiðenda frum­lyfja hér á landi.

Áhyggj­urn­ar bein­ast að ákvæðum í frum­varpi heil­brigðisráðherra um breyt­ingu á lyfja­lög­um, en mælt hef­ur verið fyr­ir frum­varp­inu sem nú er til meðferðar í þing­nefnd.

„Áhyggj­ur okk­ar lúta ekki síst

...