
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Því miður virðist sem heilbrigðisyfirvöld ætli sér í raun að þvinga markaðsleyfishafa til að markaðssetja lyf á Íslandi, ellegar muni lyfið ekki eiga möguleika á því að komast í sölu hér á landi. Von okkar er sú að það sé ekki ætlunin og einhver misskilningur sé hér á ferðinni, þó ekki sé nema vegna þess að slík ráðstöfun getur að öllum líkindum talist hindrun á viðskiptum í skilningi EES-réttar,“ segir Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaka í samtali við Morgunblaðið, en Frumtök eru samtök framleiðenda frumlyfja hér á landi.
Áhyggjurnar beinast að ákvæðum í frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingu á lyfjalögum, en mælt hefur verið fyrir frumvarpinu sem nú er til meðferðar í þingnefnd.
„Áhyggjur okkar lúta ekki síst
...