
„Með þessari stefnu setjum við niður fótinn og tökum harðari stefnu varðandi það hvernig við sjáum fyrir okkur leyfisveitingar til gervigreindarfyrirtækja,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Stefs, en hún kynnti nýverið norræna stefnu um gervigreind og leyfisveitingar á Evrópufundi höfundarréttarsamtaka í Vilníus.
Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir tónlistarfólk að því verði tryggðar sanngjarnar greiðslur vegna notkunar gervigreindar við tónlistarframleiðslu.
Guðrún segir að rannsóknir sýni að líklegt megi telja að um 30 prósent af tekjum tónhöfunda geti horfið ef ekkert verður að gert. Það fari svo eftir því hvernig mál þróast hvort staðan verði enn verri í framtíðinni eða hvort takist að snúa þróuninni við. »10