— AFP/​Fabrice Cof­fr­ini

Scott Bessent fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna til­kynnti sam­komu­lag milli Banda­ríkj­anna og Kína um að draga tíma­bundið úr þeim toll­um sem rík­in hafa lagt hvort á annað. Er þetta til­raun til að slíðra sverðin í tolla­stríðinu.

Í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu ríkj­anna kem­ur fram að þau muni fresta toll­um í 90 daga til að skapa svig­rúm fyr­ir samn­ingaviðræður. Munu Banda­rík­in lækka tolla á kín­versk­an inn­flutn­ing niður í 30 pró­sent, en þeir voru fyr­ir 145 pró­sent. Á sama tíma mun Kína lækka tolla á banda­rísk­ar vör­ur úr 125 pró­sent­um í 10 pró­sent.

Gjald­miðill Banda­ríkj­anna féll nokkuð við upp­haf tolla­stríðsins í apríl sl. en hef­ur styrkst á ný.

Stjórn­völd í Kína segja þessa ákvörðun vera í þágu beggja ríkja með hags­muni heims­ins alls að leiðarljósi.