
Íslenska lögreglan tók þátt í umfangsmikilli aðgerð í tíu löndum umhverfis Eystrasaltið. Alls eru 57 manns í haldi en sænska lögreglan leiddi aðgerðina. „Þetta er verkefni sem Europol stýrir og við höfum tekið þátt í í mörg ár. Framkvæmdin er tvisvar á ári og þá hittast fulltrúar þessara tíu landa og reka sameiginlega stjórnstöð sem stýrir aðgerðum,“ segir Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við Morgunblaðið. Lögregla hafði afskipti af 20.000 manns auk þess að framkvæma leit í 15.000 farartækjum. Lagði lögregla hald á fjölda muna, meðal annars vélhjól, bifreiðar, báta og dýr úr.
Segir Óskar skipulagða glæpahópa fara yfir landamæri á hverjum degi og verða æ skæðari. „Þetta hefur verið vaxandi vandamál í mörg ár, þetta eru hópar sem koma og stoppa stutt við í löndunum, þeir koma, ræna og rupla og fara, flytja með sér þýfi og
...