Þýfi Brotahópar nota ferjuna Norrænu sem ferðaleið frá Íslandi.
Þýfi Brota­hóp­ar nota ferj­una Nor­rænu sem ferðaleið frá Íslandi. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Íslenska lög­regl­an tók þátt í um­fangs­mik­illi aðgerð í tíu lönd­um um­hverf­is Eystra­saltið. Alls eru 57 manns í haldi en sænska lög­regl­an leiddi aðgerðina. „Þetta er verk­efni sem Europol stýr­ir og við höf­um tekið þátt í í mörg ár. Fram­kvæmd­in er tvisvar á ári og þá hitt­ast full­trú­ar þess­ara tíu landa og reka sam­eig­in­lega stjórn­stöð sem stýr­ir aðgerðum,“ seg­ir Óskar Þór Guðmunds­son, rann­sókn­ar­lög­reglumaður hjá lög­regl­unni á Aust­ur­landi, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Lög­regla hafði af­skipti af 20.000 manns auk þess að fram­kvæma leit í 15.000 far­ar­tækj­um. Lagði lög­regla hald á fjölda muna, meðal ann­ars vél­hjól, bif­reiðar, báta og dýr úr.

Seg­ir Óskar skipu­lagða glæpa­hópa fara yfir landa­mæri á hverj­um degi og verða æ skæðari. „Þetta hef­ur verið vax­andi vanda­mál í mörg ár, þetta eru hóp­ar sem koma og stoppa stutt við í lönd­un­um, þeir koma, ræna og rupla og fara, flytja með sér þýfi og

...