„Borg­in er að þreyta íbúa eins og veiðimaður­inn lax­inn. Skipu­lags­ferlið er í nokkr­um fös­um og fyrsti fasi var fyr­ir ára­mót og þá bár­ust 867 at­huga­semd­ir. Núna er borg­in kom­in í nýj­an fasa og þá núll­ast all­ar at­huga­semd­ir út og við þurf­um öll…
Víkurhverfi Hér á að þétta byggð.
Vík­ur­hverfi Hér á að þétta byggð. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Óskar Bergs­son

osk­ar@mbl.is

„Borg­in er að þreyta íbúa eins og veiðimaður­inn lax­inn. Skipu­lags­ferlið er í nokkr­um fös­um og fyrsti fasi var fyr­ir ára­mót og þá bár­ust 867 at­huga­semd­ir. Núna er borg­in kom­in í nýj­an fasa og þá núll­ast all­ar at­huga­semd­ir út og við þurf­um öll að skila inn nýj­um at­huga­semd­um aft­ur,“ seg­ir Sigrún Ásta Ein­ars­dótt­ir, íbúi í Grafar­vogi, sem berst gegn því að á henni og öðrum Grafar­vogs­bú­um verði brotið með end­ur­tekn­um til­raun­um borg­ar­yf­ir­valda til að þétta byggð.

Hún seg­ir fólk ekki hafa áttað sig á því að borg­in hafi tekið til­lög­ur sín­ar frá því í haust til baka, gert á þeim ein­hverj­ar breyt­ing­ar og ætli svo að keyra þær í gegn þrátt fyr­ir ein­dreg­in and­mæli íbúa.

„Skila­boð fund­ar­ins í haust voru skýr. Við vilj­um enga þétt­ingu

...