Heilsu­lind­in Lisa Spa í Mjódd var inn­sigluð í gær að beiðni Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur. Óskað var eft­ir aðstoð lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu við verkið. Heilsu­lind­inni var lokað vegna þess að ekki var gilt starfs­leyfi fyr­ir starf­sem­inni og …
Mjódd Lisa Spa var lokað í gær að beiðni heilbrigðiseftirlitsins.
Mjódd Lisa Spa var lokað í gær að beiðni heil­brigðis­eft­ir­lits­ins.

Heilsu­lind­in Lisa Spa í Mjódd var inn­sigluð í gær að beiðni Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur. Óskað var eft­ir aðstoð lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu við verkið.

Heilsu­lind­inni var lokað vegna þess að ekki var gilt starfs­leyfi fyr­ir starf­sem­inni og verður staður­inn lokaður þar til úr­bæt­ur hafa átt sér stað.

Heim­ir Rík­h­arðsson, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfesti aðkomu lög­regl­unn­ar í sam­tali við mbl.is en hafði ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið. Í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is seg­ir Sunna Stef­áns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Reykja­vík­ur­borg, að eng­in rann­sókn sé í gangi af hálfu heil­brigðis­eft­ir­lits­ins, held­ur aðeins kröf­ur um úr­bæt­ur.