— AFP/​Sebastien Bozon

Fyrsta æf­ing fyr­ir fram­an áhorf­end­ur gekk snurðulaust fyr­ir sig hjá VÆB-bræðrun­um Hálf­dáni Helga og Matth­íasi Davíð Matth­ías­son­um í Basel í Sviss í gær­kvöldi. Strák­arn­ir voru orku­mikl­ir á sviðinu, en fyrra undan­k­völd Eurovisi­on-söngv­akeppn­inn­ar er í kvöld.

Síðasta æf­ing fyr­ir keppni er í dag og verða einnig áhorf­end­ur í saln­um þá.

Bræðurn­ir stíga fyrst­ir á svið í þess­ari fyrri undan­keppni Eurovisi­on en alls kom­ast tíu lög áfram í úr­slita­keppn­ina sem fer fram á laug­ar­dag. Alls stíga full­trú­ar 15 landa á sviðið í kvöld. Seinni undan­keppn­in er á fimmtu­dag og þá keppa full­trú­ar 16 landa um að kom­ast áfram í úr­slit­in á laug­ar­dag.