
— AFP/Sebastien Bozon
Fyrsta æfing fyrir framan áhorfendur gekk snurðulaust fyrir sig hjá VÆB-bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum í Basel í Sviss í gærkvöldi. Strákarnir voru orkumiklir á sviðinu, en fyrra undankvöld Eurovision-söngvakeppninnar er í kvöld.
Síðasta æfing fyrir keppni er í dag og verða einnig áhorfendur í salnum þá.
Bræðurnir stíga fyrstir á svið í þessari fyrri undankeppni Eurovision en alls komast tíu lög áfram í úrslitakeppnina sem fer fram á laugardag. Alls stíga fulltrúar 15 landa á sviðið í kvöld. Seinni undankeppnin er á fimmtudag og þá keppa fulltrúar 16 landa um að komast áfram í úrslitin á laugardag.