Íslands­bik­ar­inn í körfuknatt­leik kvenna fer á loft á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði í kvöld. Þar leika Hauk­ar og Njarðvík hrein­an úr­slita­leik um meist­ara­titil­inn kl. 19.15 en þetta er fimmti leik­ur liðanna og staðan er jöfn, 2:2. Njarðvík freist­ar þess að verða meist­ari í þriðja sinn en fé­lagið vann áður árin 2012 og 2022. Hauka­kon­ur eru hins veg­ar með fimmta meist­ara­titil­inn í sigt­inu en þær unnu áður 2006, 2007, 2009 og 2018.