„Bogalisti“ getur vel þýtt eitthvað sem hönd má á festa, segjum gólflisti í bogadregnu útskoti. Og hann gæti jafnvel brugðist manni einhvern veginn. En í orðasambandinu e-m bregst bogalistin: e-m mistekst e-ð, er átt við bogalist:…
„Bogalisti“ getur vel þýtt eitthvað sem hönd má á festa, segjum gólflisti í bogadregnu útskoti. Og hann gæti jafnvel brugðist manni einhvern veginn. En í orðasambandinu e-m bregst bogalistin: e-m mistekst e-ð, er átt við bogalist: listina að skjóta vel af boga. Hér munar aðeins einu n-i á viti og vitleysu.