Hér er tæki­færi til að ráðast í nauðsyn­leg­ar um­bæt­ur og koma í veg fyr­ir sóun og óþarfa álög­ur sem skerða sam­keppn­is­hæfni ís­lenskr­ar fram­leiðslu.
Margrét Gísladóttir
Mar­grét Gísla­dótt­ir

Mar­grét Gísla­dótt­ir

Eft­ir­lits­gjöld Mat­væla­stofn­un­ar munu hækka um 30% um næstu mánaðamót, verði drög að nýrri gjald­skrá stofn­un­ar­inn­ar samþykkt af at­vinnu­vegaráðherra. Sú hækk­un bæt­ist við þær miklu hækk­an­ir sem urðu síðasta sum­ar þegar grund­vall­ar­breyt­ing­ar voru gerðar á gjald­heimtu vegna eft­ir­lits.

Verði þess­ar boðuðu hækk­an­ir nú að veru­leika mun það þýða að á 13 mánuðum hef­ur gjald fyr­ir dag­legt eft­ir­lit í slát­ur­hús­um hækkað um 109% og fyr­ir önn­ur verk­efni um 47%. Að auki er gert ráð fyr­ir frek­ari hækk­un­um á kom­andi árum.

Sam­tök fyr­ir­tækja í land­búnaði hafa gagn­rýnt þess­ar breyt­ing­ar harðlega, sér­stak­lega í ljósi þess að þær hafa verið inn­leidd­ar með litlu sam­ráði og án þess að umræða hafi átt sér stað á póli­tísk­um vett­vangi.

Eng­in póli­tísk umræða eða ábyrgð tek­in

...