— EBU/​Alma Bengts­son

Þvert á spár veðbanka komust bræðurn­ir Hálf­dán Helgi og Matth­ías Davíð Matth­ías­syn­ir áfram í úr­slit Eurovisi­on-söngv­akeppn­inn­ar. Væb var ekki spáð góðu gengi í keppn­inni í ár, en þeir bræður sýndu og sönnuðu á stóra sviðinu í Basel í Sviss að þeir eiga heima í úr­slita­keppn­inni. Auk Íslands komust Svíþjóð, Nor­eg­ur, Alban­ía, Hol­land, Eist­land, Portúgal, San Marínó, Pól­land og Úkraína áfram.