
— EBU/Alma Bengtsson
Þvert á spár veðbanka komust bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir áfram í úrslit Eurovision-söngvakeppninnar. Væb var ekki spáð góðu gengi í keppninni í ár, en þeir bræður sýndu og sönnuðu á stóra sviðinu í Basel í Sviss að þeir eiga heima í úrslitakeppninni. Auk Íslands komust Svíþjóð, Noregur, Albanía, Holland, Eistland, Portúgal, San Marínó, Pólland og Úkraína áfram.