
Hjörleifur Guttormsson
Fjölmiðlar og forystumenn ríkja heims hafa eðlilega verið að minnast stríðsloka fyrir 80 árum, en þeim fer fækkandi sem upplifðu þann atburð eða hafa hann í fersku minni. Sá sem hér heldur á penna var á 10. ári þegar heimsstyrjöldinni í Evrópu lauk vorið 1945 og fáum mánuðum síðar komst á friður í Asíu í skugga kjarnorkusprenginga. Ég minnist frétta um upphaf stríðsins 1939, en ég varð fjögurra ára það haust. Síðan fylgdist ég daglega með framvindu styrjaldarinnar eftir að gott útvarp af Philips-gerð var keypt fyrir heimilið á Hallormsstað vorið 1940. Í þessu útvarpi náðust auk Ríkisútvarpsins erlendar stöðvar, m.a. Kalundborg í Danmörku, BBC og Berlín.
Þetta nýja töfratæki var staðsett í Stórustofu, en á bænum var hversdagslega matast í eldhúsi. Ég fékk kornungur það hlutverk að fylgjast með hádegisfréttum og endursegja
...