Ég minn­ist frétta um upp­haf stríðsins 1939, en ég varð fjög­urra ára það haust. Síðan fylgd­ist ég dag­lega með fram­vindu styrj­ald­ar­inn­ar.
Hjörleifur Guttormsson
Hjör­leif­ur Gutt­orms­son

Hjör­leif­ur Gutt­orms­son

Fjöl­miðlar og for­ystu­menn ríkja heims hafa eðli­lega verið að minn­ast stríðsloka fyr­ir 80 árum, en þeim fer fækk­andi sem upp­lifðu þann at­b­urð eða hafa hann í fersku minni. Sá sem hér held­ur á penna var á 10. ári þegar heims­styrj­öld­inni í Evr­ópu lauk vorið 1945 og fáum mánuðum síðar komst á friður í Asíu í skugga kjarn­orku­spreng­inga. Ég minn­ist frétta um upp­haf stríðsins 1939, en ég varð fjög­urra ára það haust. Síðan fylgd­ist ég dag­lega með fram­vindu styrj­ald­ar­inn­ar eft­ir að gott út­varp af Phil­ips-gerð var keypt fyr­ir heim­ilið á Hall­ormsstað vorið 1940. Í þessu út­varpi náðust auk Rík­is­út­varps­ins er­lend­ar stöðvar, m.a. Kalund­borg í Dan­mörku, BBC og Berlín.

Þetta nýja töfra­tæki var staðsett í Stóru­stofu, en á bæn­um var hvers­dags­lega mat­ast í eld­húsi. Ég fékk korn­ung­ur það hlut­verk að fylgj­ast með há­deg­is­frétt­um og end­ur­segja

...