
Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, færir rök fyrir háu samkeppnisstigi á innlendum vátryggingamarkaði. Hann bendir á í því samhengi að hreyfanleiki neytenda á íslenskum fjármálamarkaði hafi mælst umtalsvert meiri en í öllum löndum Evrópusambandsins.
„Því hafa íslensk tryggingafélög þurft að treysta á betri arðsemi af fjárfestingahluta starfseminnar sem getur eðli málsins samkvæmt verið nokkuð sveiflukennd og ræðst fyrst og fremst af ytri markaðsþáttum,“ segir Gústaf.
»ViðskiptaMogginn