
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. maí sl., 84 ára að aldri.
Þorsteinn fæddist í Reykjavík 27. september 1940. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Þorsteinsson og Kristín María Gísladóttir.
Þorsteinn gekk í Melaskóla og varð stúdent og dúx frá MR 1960 og hélt þá til náms í eðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Að loknu grunnnámi var hann í framhaldsnámi við Niels Bohr-stofnunina og lauk cand. scient.-prófi í eðlisfræði árið 1967. Þá starfaði hann í tvö ár við Nordita, norrænu rannsóknarstofnunina í kennilegri eðlisfræði.
Árið 1969 hóf hann störf á Raunvísindastofnun HÍ, varð lektor í eðlisfræði 1971, dósent 1978 og prófessor í eðlisfræði og vísindasögu 1989. Hann var forseti raunvísindadeildar 1995-1997. Auk eðlisfræðinnar hóf hann kennslu
...