Þor­steinn Vil­hjálms­son, pró­fess­or emer­it­us í eðlis­fræði og vís­inda­sögu, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í Kópa­vogi 10. maí sl., 84 ára að aldri.

Þor­steinn fædd­ist í Reykja­vík 27. sept­em­ber 1940. For­eldr­ar hans voru Vil­hjálm­ur Þor­steins­son og Krist­ín María Gísla­dótt­ir.

Þor­steinn gekk í Mela­skóla og varð stúd­ent og dúx frá MR 1960 og hélt þá til náms í eðlis­fræði við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla. Að loknu grunn­námi var hann í fram­halds­námi við Niels Bohr-stofn­un­ina og lauk cand. scient.-prófi í eðlis­fræði árið 1967. Þá starfaði hann í tvö ár við Nordita, nor­rænu rann­sókn­ar­stofn­un­ina í kenni­legri eðlis­fræði.

Árið 1969 hóf hann störf á Raun­vís­inda­stofn­un HÍ, varð lektor í eðlis­fræði 1971, dós­ent 1978 og pró­fess­or í eðlis­fræði og vís­inda­sögu 1989. Hann var for­seti raun­vís­inda­deild­ar 1995-1997. Auk eðlis­fræðinn­ar hóf hann kennslu

...