Ab­senced nefn­ist mynd­list­ar­sýn­ing með gjörn­ing­aívafi sem opnuð verður í Borg­ar­bóka­safn­inu Gróf­inni á morg­un kl. 16.30 og stend­ur til 25. maí. „Sýn­ing­ar­stjóri er listamaður­inn og aðgerðasinn­inn Khaled Bara­keh. Á sýn­ing­unni munu vél­ar fram­leiða og standa fyr­ir verk­um lista­manna sem hef­ur verið slaufað, rit­stýrt, hótað eða refsað í Evr­ópu fyr­ir að op­in­bera stuðning sinn við Palestínu. Með upp­gangi po­púl­isma standa lista­menn frammi fyr­ir for­dæma­lausri rit­skoðun, laga­leg­um af­leiðing­um og ógn við eigið ör­yggi fyr­ir það eitt að tjá skoðanir sín­ar eða rann­saka um­deild viðfangs­efni. Ab­senced bregst við þess­um áskor­un­um með því að skapa vett­vang þar sem lista­fólk get­ur tjáð sig frjálst og staðið vörð um rétt sinn til tján­ing­ar­frels­is,“ seg­ir í viðburðarkynn­ingu.