
Hjörtur Torfason fyrrverandi hæstaréttardómari er látinn, 89 ára að aldri.
Hjörtur fæddist á Ísafirði 19. september 1935. Foreldrar hans voru Torfi Hjartarson, sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði og síðar tollstjóri í Reykjavík og sáttasemjari ríkisins, og Anna Jónsdóttir, húsfreyja á Ísafirði og í Reykjavík. Systkini Hjartar eru þau Ragnheiður, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, f. 1937, d. 2025, Sigrún skrifstofumaður, f. 1938, d. 1992, og Helga Sóley, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, f. 1951.
Hjörtur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1960. Hann var við framhaldsnám við Toronto-háskóla í Kanada frá 1961 til 1963.
Eftirlifandi eiginkona Hjartar er Nanna Þorláksdóttir fyrrverandi hjúkrunarritari, f. 1935. Þau kynntust í Menntaskólanum í Reykjavík og
...