Hjört­ur Torfa­son fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari er lát­inn, 89 ára að aldri. Hjört­ur fædd­ist á Ísaf­irði 19. sept­em­ber 1935. For­eldr­ar hans voru Torfi Hjart­ar­son, sýslumaður og bæj­ar­fóg­eti á Ísaf­irði og síðar toll­stjóri í Reykja­vík og sátta­semj­ari…

Hjört­ur Torfa­son fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari er lát­inn, 89 ára að aldri.

Hjört­ur fædd­ist á Ísaf­irði 19. sept­em­ber 1935. For­eldr­ar hans voru Torfi Hjart­ar­son, sýslumaður og bæj­ar­fóg­eti á Ísaf­irði og síðar toll­stjóri í Reykja­vík og sátta­semj­ari rík­is­ins, og Anna Jóns­dótt­ir, hús­freyja á Ísaf­irði og í Reykja­vík. Systkini Hjart­ar eru þau Ragn­heiður, fyrr­ver­andi rektor Mennta­skól­ans í Reykja­vík, f. 1937, d. 2025, Sigrún skrif­stofumaður, f. 1938, d. 1992, og Helga Sól­ey, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og ljós­móðir, f. 1951.

Hjört­ur varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1954 og lauk lög­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands 1960. Hann var við fram­halds­nám við Toronto-há­skóla í Kan­ada frá 1961 til 1963.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Hjart­ar er Nanna Þor­láks­dótt­ir fyrr­ver­andi hjúkr­un­ar­rit­ari, f. 1935. Þau kynnt­ust í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík og

...