Starf­semi Fjöl­skyldu­hjálp­ar er í upp­námi og út­lit er fyr­ir að henni verði hætt í haust. Miklu af mat sem fæst gef­ins frá fyr­ir­tækj­um er út­hlutað til þurfandi en erfitt er að standa und­ir föst­um kostnaði við rekst­ur­inn og end­ur­nýja þarf tækja­kost
Erfiðleikar Fjölskylduhjálpin hefur úthlutað yfir 300 fjölskyldum mat í viku hverri. Nú er starfsemin í uppnámi.
Erfiðleik­ar Fjöl­skyldu­hjálp­in hef­ur út­hlutað yfir 300 fjöl­skyld­um mat í viku hverri. Nú er starf­sem­in í upp­námi. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Hösk­uld­ur Daði Magnús­son

hdm@mbl.is

Starf­semi Fjöl­skyldu­hjálp­ar er í upp­námi og út­lit er fyr­ir að henni verði hætt í haust. Miklu af mat sem fæst gef­ins frá fyr­ir­tækj­um er út­hlutað til þurfandi en erfitt er að standa und­ir föst­um kostnaði við rekst­ur­inn og end­ur­nýja þarf tækja­kost. Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar­inn­ar, furðar sig á að sam­tök­in hafi verið hundsuð þegar fé­lags- og hús­næðismálaráðuneytið út­hlutaði styrkj­um á sviði fé­lags- og vel­ferðar­mála fyr­ir skemmstu.

„Við erum búin að segja upp leig­unni og ég á von á því að það verði lokað 1. sept­em­ber,“ seg­ir Ásgerður Jóna. Hún er með bögg­um hild­ar yfir stöðu mála enda hef­ur Fjöl­skyldu­hjálp­in verið starf­rækt í 22 ár og þörf­in fyr­ir aðstoð er síst minni nú en í upp­hafi starf­sem­inn­ar.

Þurfa

...